7. október.
Fallegur dagur og ég ákvað að fara með gamla brýnið hana mömmu í haustlitaferð á Þingvelli. Maður er nú ekkert sérstaklega orginal því ég sá ekki betur en flestar miðaldra dætur hefðu fengið þessa sömu hugmynd. Það hreinlega "vrimlede med gamle koner paa Tingvalla".
Þetta var samt voða ljúft. Beggi vert á Valhöll, gamall kórfélagi en fyrst og fremst yndisleg mannvera, bauð okkur upp á kaffi og vöfflur og mamma var alsæl.
Við fórum svo Grímsnesið heim og landið skartaði sínu fegursta. Ég varð hálf meyr í fegurðinni allri og þegar ég var búin að keyra mömmu heim var spilað lag í útvarpinu sem mér fannst allt í einu að myndi passa svo vel í útförina mína. Ég fékk kökk í hálsinn við tilhugsunina og svo var ég skyndilega stödd í kistunni á leið út úr kirkjunni, undir þessari fögru tónlist og háværu snökkti kirkjugesta í troðfullri kirkjunni. Þetta var svo sorglegt að ég fór að hágráta sjálf og sá varla út úr augunum fyrr en ég var komin heim í Kópavoginn og búin að snýta mér og þurrka framan úr mér grenjurnar. Fyrr myndi ég deyja en segja ykkur hvaða lag þetta var, ég vil ekki að allir séu kastandi upp við tölvurnar sínar.
Þetta hefur samt ekki komið fyrir mig síðan ég var táningur í Svíþjóð, sá misskildasti á öllum Norðurlöndunum, og jarðarförin mín þá var alltaf í brjálæðislegu hefndarskyni fyrir óverðskuldaðar skammir og upplognar sakir.
Þessi í dag var bara sorgleg.Tenglar
gamalt og gott
Fólkið mitt
- Eldra blogg annarstaðar Bloggfærslurnar mínar meðan ég vann á eyjunni
- Halla mín
fólk
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það var líka einn miðaldra sonur á ferð með móður sína á Þingvöllum í dag. En ég sá þig ekki. Skrítið. Jarðarfarir eru sorglegar, hvað þá manns eigin, svo það er full ástæða til að gráta hraustlega.
Eyþór Árnason, 7.10.2007 kl. 23:39
Afhverju verða jarðafarir að vera sorglegar ég bara spyr??
Mín á alla vega ekki að verða sorgleg, vil að allir skemmti sér konunglega og engin gráti, ekki ætla ég að gera það, og spiluð verði rokklög og allir syngi með
og hana nú
Alda (IP-tala skráð) 7.10.2007 kl. 23:47
Hmm, væmið lag sem getur fengið fólk til að kasta upp? Ekki varstu að hlusta á Seasons in the Sun?
"Góða nótt minn litli ljúfur og ljósið bjarta..." (BG og Ingibjörg) er eina lagið sem fær mig til að stoppa bílinn vegna táraflóðs. Ég held að þar liggi einhver dulin eftirsjá eftir bernskunni á Ísafirði að baki.
Ragnhildur Sverrisdóttir, 9.10.2007 kl. 21:32
Góð gett Góða nótt með BG æsir líka í mér tárakirtlana en þetta var faktískt lag sem ég held að heiti Ef ætti ég hörpu og var sungið af þróttmiklum karlakór. Það var textinn (og auðvitað líka lagið) sem tók mig svona óforvarindis hálfa leið til himnaríkis... og þá er ég búin að ljósta því upp.
edda (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 12:12
Ætti eg hörpuhljóma þýða, / hreina, mjúka gígju-strengi, / til þín mundu lög mín líða, / leita þín, er einn eg gengi.... - Þetta er alltaf sungið fyrir norðan.
Eyþór Árnason, 11.10.2007 kl. 22:27
Auðvitað þekkir þú þetta, yndislegi Skagfirðingur. Eru ekki sammála um að þetta sé ægifagurt og jafnvel soldið útfararlegt ef maður er þannig stemmdur?
Innilegar hamingjuóskir með stelpuna og knús til ykkar allra
edda (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 11:33
Takk fyrir góðar óskir. Ætti ég hörpu... er oft sungið yfir Skagfirðingum þegar þeir leggja upp í síðustu ferðina og það hrærir svo sannarlega streng í manni. Annars er þetta lag sungið við öll tækifæri, bæði þegar maður er glaður og hryggur. Textinn er eftir Friðrik Hansen og lagið eftir Pétur Sigurðsson.
Eyþór Árnason, 13.10.2007 kl. 00:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.