Enn eitt litla undrið

8. nóvember.

Ég get ekki sagt frá nýjasta litla undrinu í fjölskyldunni í sömu færslu og ég geðvonskast út í allt og alla. Það væru helgispjöll.

Litla dísin, sem allir reiknuðu með að kæmi kringum 19. nóvember og raðaði sér þar í röð með bræðrum sínum og pabba sem eru fæddir 20., 21., og 22. nóvember, ákvað að taka ekki þátt í þessu raðafmælisdagasýstemi í familíunni og kom 1. nóvember.

Ég er svo stolt af henni að ég er að rifna. Hún var rúmar 13 merkur og hefur verið eins og lítið ljós frá fyrsta degi, sefur vel, drekkur, pissar og kúkar, og meira er ekki hægt að ætlast til af lítilli stelpu. Nú eru barnabörnin mín orðin sjö, fjórar stelpur og þrír strákar. Yndislegt. Um jólin koma Anna Lilja og Chris með Annicu svo við getum öll glaðst saman um jólin.

Þetta var sem sagt þessi færsla og ég set inn mynd af stelpurófunni, sem má sjá hér neðar á síðunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ skvís

Innilegar hamingjuóskir með nýjasta fjölskyldumeðliminn Hún er sko alveg dásamleg. Þú ert nú heldur betur orðin rík elsku Edda Skilaðu hamingjuóskum til Jóa og Önnu.  Þúsun knús og kossar Heiða

Heiða (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 19:46

2 identicon

Hjartans hamingjuóskir til þín og þinna. Hittumst sem fyrst mín kæra vinkona. kveðja og stórt knús til ykkar allra. stóska

steinunn ósk (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 17:14

3 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Til hamingju Edda mín, þetta eru miklar gleðifréttir

Svo eru sko fleiri sem hlakka til að fá Önnu Lilju hingað um jólin.......

Bestu kveðjur til þín Edda,

Inga Lára Helagdóttir

Inga Lára Helgadóttir, 10.11.2007 kl. 11:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband