Nokkur geðvonskuorð í "okurbelginn" plús almennt nagg

5. október.

Ég slæ víst engin aðsóknarmet á þessa bloggsíðu, enda var það aldrei meiningin. (Auðvitað var það alltaf meiningin og ég er hundspæld.) En af því ég er í naggstuði á þessu annars ágæta föstudagskvöldi ætla ég að fá smá útrás hér.

Ég er svakalega ánægð með dr. Gunna og okursíðuna hans, þó ég sé persónulega búin að missa allt verðskyn og borgi bara það sem upp er sett með bros á vör. En af því ég er að vinna í miðbænum og legg stundum bílnum mínum í bílastæðahúsið á Skólavörðustígnum, þarna hjá Jóa og félögum og því öllu, langar mig að leggja orð í okurbelginn og greina frá því að frá tólf til fimm borga ég aldrei minna en fimmhundruðkall fyrir að leggja þarna. Það gerir heilar tíu þúsund krónur á mánuði!!!

Annað sem getur gert mig brjálaða er að milli súlna á að vera pláss fyrir þrjá, segi og skrifa ÞRJÁ, bíla. Oftar en ekki leggja einhverjir örvitarnir í eitt og hálft stæði og þá er ég ekki að tala um jeppana, sem, í ofanálág við örvitana, taka alltaf tvö stæði. Maður er náttúrlega gráti nær af geðvonsku yfir þessu. En til að missa mig ekki alveg ætla ég að horfa á Taggart núna (sem er auðvitað löngu dauður og þættirnir þess vegna handónýtir) og éta meira MaxipoppW00t.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég kem allaveg alltaf við á blogginu þínu á netrúntinum. Ég er svo handónýt að blogga sjálf að það hálfa væri nóg, var svo taugatrekkt í öllum þessum húsakaupum að ég gat bara ekki meir en kanski ég fari að lífga það við, hver veit. Svo væri nú hægt að skrifa heila bók um alla einkennilegu hefðirnar hér og að maður tali nú ekki um hversu erfitt er að ná í einhvern í síma þó allir séu með farsímana límda á eyrað.

 Jæja ég ætlaði nú ekki að taka yfir bloggið þitt, best að hætta þessu rausi. Bíð enn eftir að heyra hvenær þú ætlar að láta sjá þig í Usanu. Hlakka til að sjá þig l

Alda, FL 

Alda (IP-tala skráð) 6.10.2007 kl. 18:45

2 identicon

Elsku stelpan mín. Ég held ég setji USA á dagskrá fljótlega, verð samt að koma þegar hitinn er minnstur, er svo helv. ónýt í miklum hita. Líka mikilvægt að þú sért búin að fjarlægja alla krókódíla úr garðinum og sporðdrekana sem einhver sagði mér að leyndust við sundlaugarnar. Þá er mér ekki lengur neitt að vanbúnaði og kem fagnandi. Knús til ykkar allra.

PS. Þarf eiginlega að heyra í þér á persónulegri nótum, hvað er aftur netfangið?

Meira knús

edda (IP-tala skráð) 6.10.2007 kl. 21:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband