Eftirmiðdagselskhugi - eða ekki...

21. september.

Jamm. Ég ætla að byrja á að biðja þá yndislegu bloggvini mína afsökunar sem brugðust skjótt við og gáfu sér tíma til að svara spurningum í leikhúskálf Moggans, sem birtust svo aldrei. Öllu skemmtilegu aukaefni var hent út vegna plássleysis, sem er alltaf jafn dapurlegt.

Ég var að tala um það um daginn að ég væri í haustóyndiskasti, en ég veit ekki nema ég sé búin að leysa það. Spennan og kikkið er svo mikilvægt svona týpum eins og mér þannig að gráir dagar sem renna út í eitt eru ekki að gera sig. Nú er ég ekkert að fullyrða að ég hafi leyst þetta með skemmtilegum elskhuga, sem er væntanlegur einmitt núna, en það gæti auðvitað alveg verið. Af því ég er  ekki heldur að segja að ég hafi EKKI leyst þetta með skemmtilegum elskhuga sem er væntanlegur einmitt núna. 

Ef ég ætti nú von á elskhuga innan tíðar, er ég að velta fyrir mér hvernig best sé hafa þetta. Þessi sterka sól er svo agalega afhjúpandi og maður er nú ekki alveg hnökralaus eins og það heitir, eftir öll þessi börn og jó jó-megrunarkúra. Það hentar mínum aldri betur að stunda svona inniíþróttir í roki og rigningu svo hægt sé að hafa lampaljós og kerti sem gera allar línur mýkri og blíðlegri. Og ef ég ætti í alvöru von á elskhuga væri líka skemmtilegra að allt ilmaði af exótískum olíum frekar en  gamalli reykingalykt, en það verður ekki á allt kosið. Ilmkerti gætu kannski gert eitthvert gagn og geðveikt góð  bodýlotion.  Og ef ég ætti von á elskhuga gæti ég reynt að draga soldið fyrir sterkustu sólargeislana og setja mig í sexý stellingar í rökkrinu. Það er ýmislegt sem ég gæti gert ef ég ætti von á elskhuga á miðjum degi í glampandi haustsólinni..... Ef og ef og ef.......

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Hæ ekkert að gera við greinina þína en þar sem þú ert blaðamaður lestu þetta og fylgdu málinu eftir. Læknar hér neita konum sem eru 1000 á móti 50 um lækningu á einfaldasta kvilla sem til er sem ef trassað kemur hinum vestu kvillum af stað.

http://thyroid.about.com/b/a/257461.htm?nl=1

Valdimar Samúelsson, 21.9.2007 kl. 17:23

2 identicon

Takk fyrir ábendinguna, Valdimar. Þetta er mjög áhugavert og ég ætla að skoða það nánar. Kv. E.

edda (IP-tala skráð) 22.9.2007 kl. 19:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband