Hvunndagshetjur og væl útaf engu

30. júlí.

Ég hef búið mér til nýja möntru sem ég þyl í sífellu og er einskonar heilaþvottamantra. Hún hljóðar svona: Það eru engar búðir í Reading, það eru engar búðir í Reading, það eru engar búðir í Reading o.s.frv. Það brast á með brjáluðum útsölum hér í síðustu viku og allt sem langar í kostar hér um bil ekki neitt. En þó ég ætti pening væri ekkert vit í að láta freistast því allt færi í yfirvigtarkostnað hvort sem er.

Í gær gerði ég mér ferð til Basingstoke til að hlusta á rúmenskan munaðarleysingjakór syngja. Ég talaði við nokkra krakka í kórnum og stjórnandann og þurfti bókstaflega að berjast við tárin. Ég ætla að gera þessu skil í blaðagrein síðar.

Á stoppistöðinni á leið heim beið með mér ungur maður frá Sierra Leone og við tókum tal saman. Hann sagði mér sögu sína og þegar leiðir skildi eftir strætóferðina var ég næstum aftur farin að grenja. Heimurinn er fullur af hversdagshetjum og þó ég sé oftast töffari og þoli ekki fólk nema í litlum skömmtum verð ég að viðurkenna að mannssálin  býr yfir ótrúlegum mætti til að komast af við ömurlegar aðstæður.

Svo er maður sívælandi yfir engu!!!! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sammála þér.  Uppúrveltingurinn í manni er stundum til háborinnar.

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.7.2007 kl. 14:02

2 identicon

Hæ hó

Ég er líka búin að finna mér möntru sem ég þyl núna í sífellu sem hljóðar svona: það er í lagi að sofa með aleigu sína í almenningsgarði ef maður hefur ekkert annað húsaskjól. Verst að alveg sama hvað ég þyl þetta ég trúi því ekki alveg sjálf og líður ekkert betur. Vona að þú hafið það gott kona, etu ekki á leið til Íslands núna hvað og hverju? 

Alda (IP-tala skráð) 31.7.2007 kl. 19:32

3 identicon

Elsku Alda mín. Sendu mér e-mail hið snarasta og segðu mér hvað er í gangi. Jú, ég er komin heim, er að lenda því ég er alltaf viku að koma mér inn í rythmann. Ástarkveðja

edda (IP-tala skráð) 2.8.2007 kl. 08:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband