Geimfarar á herðablöðunum

Ég sá ekkert um það í fréttunum heima að amerískir geimfarar séu meira og minna dauðadrukknir í geimskotunum. Það var hinsvegar stórfrétt hér. Talsmenn NASA fóru vandræðalegir undan í flæmingi og vildu sem minnst úr þessu gera.

Og þeir eru fleiri sem fara undan í flæmingi. Hér í Bretlandi er hver sérfræðingurinn á fætur öðrum dreginn að sjónvarpsmyndavélunum til að tjá sig um flóðin og flóðavarnarmálaráðherrann, Elliot Morley, er allur í steik. Hann segir ábyrgðina engan veginn ríkisins þó greinilegt sé að eitthvað hefur farið úrskeiðis þegar kemur að flóðavörnum - jafnvel þó staðfestar fréttir hermi að önnur eins úrkoma hafi ekki mælst hér  í júlí í 250 ár.

Sérfræðingarnir halda langar tölur um golfstrauminn og gróðurhúsaáhrifin en almenningur hefur engan áhuga á því heldur vill að einhver verði gerður ábyrgur og krossfestur með stæl.

Ég sá að íslenskir skátar flykkjast nú á alheimsmót skáta í Englandi en það kom ekki fram hvar það er haldið. Dóttir mín, sem er skáti, lét sér fátt um finnast og sagði yfirlætislega: "Eins og við skátarnir erum vanir að segja, það geta allir skemmt sér í útilegum, en það þarf skáta til að skemmta sér í rigningarútilegum." Það var nefnilega það.W00t 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband