17. október.
Sit í eldhúsinu við kertaljós og klæðin rauð og bíð elskhugans. Ef hann er til í alvörunni þá skilar hann sér. Kannski kemur hann með góða bók eða geisladisk til að gleðja mig - og geislandi bros, hann er bara þannig.
Ég er líka með kertaljós í stofunni og svefnherberginu - og ilmolíur. Rómantískt, finnst ykkur ekki? Regnið bylur á rúðunum svo það er alveg svakalega kósý hérna hjá mér, fyrir utan hvað ég er skemmtileg og sexý. Ekki skrýtið að hann komi aftur og aftur.
Síðasta vika var nokkuð stuðkennd með allt þetta vesen á borgarstjórnarmeirihlutanum og endalausum fréttum um hver sagði hvað við hvern og hvenær. Svo var bara allt í einu, eins og hendi væri veifað, vinstri stjórn, eða einhverskonar samsteypuvinstrimiðjustjórn, við stjórnvölinn. Sú stjórn ætlar ekki að sitja á rassinum og gera ekki neitt, strax hér um bil búin að redda leikskóla- og vistunarmálum og er þó bara rétt í startholunum.
Það taldist því ekki til tíðinda í síðustu viku að ég eignaðist nýjan gamlan bíl, fagurrauða Toyotu sem ég held að fari mér gasalega vel.
Ég átti líka yndislegar stundir með krökkunum mínum og barnabörnum, en Anna Lilja og Annica eru farnar aftur til Englands og við söknum þeirra rosalega. Sem betur fer kemur öll enska familían um jólin, Anna, Chris og Annica, og svo tengdó yfir áramótin.
Dj. vona ég að veðrið verði gott og þau fái gott ljósasjóv á gamlárs. Svo verða þau pínd í Nú árið er liðið og helst eiga þau að grenja með í þriðja versi.
Annars ætlaði ég að blogga um allt annað í kvöld, nefnilega hvað ég er ótrúlega óljónheppin í biðröðum, og ASÍ og samningana framundan. Ég geri það bara á morgun í staðinn ef ég nenni... nú hringir nefnilega dyrabjallan......
Tenglar
gamalt og gott
Fólkið mitt
- Eldra blogg annarstaðar Bloggfærslurnar mínar meðan ég vann á eyjunni
- Halla mín
fólk
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Spennandi! Hver kom? Æ ég vona að það hafi verið þessi með brosið geislandi og góða bók....eða frekar rósir og rauðvín.
Skammdegiskveðjur
Inga Dagný Eydal, 18.10.2007 kl. 23:18
Góða skemmtun Edda mín
Hafðu alltaf gott og bestu kveðjur frá mér,
Inga Lára Helgadóttir
Inga Lára Helgadóttir, 19.10.2007 kl. 20:07
Hvenar kemur svo framhald ?
Kveðja Inga
Inga Lára Helgadóttir, 26.10.2007 kl. 20:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.