30. september.
Ég var að velta því fyrir mér í gærkvöldi hvort það segði ekki allt um æsispennandi líf manns að hápunktur vikunnar skuli vera spurningaþátturinn Útsvar og poki af Maxipop.
Í kvöld, þegar ég fór í þvottahúsið að hengja upp rúmföt, var ég ennþá soldið að hugsa um þetta en skildi ekkert í því þegar ég kom í þvottahúsið að gólfið var þakið grárri ló. Hugsaði með mér að þetta hlyti að vera eitthvað úr sængurfötunum, sótti ryksuguna og var að enda við að ryksuga þegar ég heyrði vængjaslátt og sá í svip fugl fljúga bak við hurðina.
Ég verð að viðurkenna að mér er ekkert sérstaklega vel við fugla, hef flúið í dauðans ofboði þegar gæsir niður við tjörn gerðu sig líklegar til að éta barnabörnin mín (úps, amma hljóp og skildi börnin eftir) en ég vildi ekki vita af þessum fugli banhungruðum og hræddum í þvottahúsinu. Ég ákvað því að hringja á lögregluna sem brást skjótt við, en eftir vandlega leit var fuglinn hvergi að sjá. Þeir voru farnir að horfa á mig með "henni-leiðist-greinilega-alveg-rosalega-"svipnum þegar fuglinn bjargaði mér og gaf frá sér tíst. Hann kúrði undir skáp og löggurnar, sem voru tvær og báðar jafn fjallmyndarlegar, voru ekki lengi að lokka hann úr felum. Ég vildi fá að taka mynd af þeim en þeir þvertóku fyrir það, ég fékk hins vegar að taka mynd af fuglinum í lófa lögreglumannsins, sem ég set hér inn á síðuna.
Þetta minnti mig á vetrarkvöld í hitteðfyrra, þegar ég hafði lufsast ein heima á laugardagskvöldi þrátt fyrir þrábeiðnir vinkvennanna um að koma eitthvað út á lífið. Það kvöld átti ég einmitt erindi í þvottahúsið og brá heldur í brún þegar ég kom niður og óð vatn í ökkla. Það hafði sprungið rör og ég sá mig tilneydda að hringja á slökkviliðið og biðja þá að koma og ryksjúga upp vatnið. Þeir komu um hæl, á tveimur bílum, og þegar allt vatnið var farið úr kjallaranum var ég skyndilega stödd í eldhúsinu mínu með átta hrikalega myndarlegum mönnum í einkennisbúningi. Ég sagði vinkonum mínum að þetta væri sniðugt trix ef manni leiddist og langaði í skemmtilegan félagsskap. hella nokkrum lítrum af vatni á gólfið og hringja svo. Ég hef reyndar ekki beitt aðferðinni enn.
Má til með að kvarta aðeins yfir kvöldfréttunum á RúV. Þeir fylgdu eftir frétt gærkvöldsins um vanlíðan þeirra sem fara í magahjáveituaðgerðir og voru með viðtal við mann sem hafði farið í eina slíka. Hann sagði að sér liði illa, væri þunglyndur og svo framvegis, en fréttamaðurinn spurði aldrei hvernig það tengdist aðgerðinni og maður var engu nær. Ekki góð fréttamennska. Svo voru þeir með langa frétt um dýr í útrýmingarhættu, frétt sem birtist á eyjan.is fyrir nokkrum vikum. Þannig er nú það.
Og hvað er ég svo að kvarta um tilbreytingarleysi. Veit ekki betur en ég fái elskhugann í heimsókn í vikunni, þ.e. EF ég á elskhuga sem ég hef ekki haldið skilyrðislaust fram....
Tenglar
gamalt og gott
Fólkið mitt
- Eldra blogg annarstaðar Bloggfærslurnar mínar meðan ég vann á eyjunni
- Halla mín
fólk
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Var virkilega ekki hlegið að þér þegar þú hringdir í lögregluna og tilkynntir um fugl í þvottahúsinu þínu ? Annars var líka furðufugl í þvottahúsinu mínu um daginn þó hann hafi nú ekki verið fleygur greyið en við þurftum að hringja á lögregluna. Þetta var áfengisdauður maður sem hafði lagt sig á þvottahúsgólfinu og notaði þvottaefnispakkann minn fyrir kodda, kósý !
Þú mátt aldrei segja neinum að ég hafi sagt þetta... en í þau skipti sem ég hef þurft að hringja á sjúkrabíl fyrir ömmu hefur alveg verið freistandi að bera sig soldið aumlega og láta alla ungu myndarlegu sjúkraflutningamennina í slökkviliðsbúningunum sýna mér smá samúð og athygli. Myndi samt ekki vilja skipta út mínum manni fyrir neinn slökkviliðsmann en gefst þó seint upp á að reyna að koma honum í búninginn...
knús og kossar
Halla (IP-tala skráð) 5.10.2007 kl. 14:51
Hvernig dettur þér í hug, elsku dóttir, að þeir hafi hlegið að mér? Þeir skildu strax alvöru málsins, og höfðu kannski líka séð Fuglana eftir Hitckock. Maður veit aldrei hvenær einhver önnur tegund tekur yfir, skilurðu! Mér finnst líka Elías tengdasonur sætastur, en þú mátt samt alveg horfa á sætu sjúkraflutningastrákana...
edda (IP-tala skráð) 5.10.2007 kl. 21:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.