Stórir karlar

Verð að gera athugasemd við færslur um að ég sé grey sem geti bara flutt á land. Ég get búið hjá dóttur minni í Englandi og unnið þar um tíma. Ég hef engar áhyggjur af að ég muni ekki bjarga mér eins og ég er vön. Svo geta menn snúið út úr ef þeim finnst þeir menn að meiri.

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Guðný

Það er nú gott að heyra. Fréttin hljómaði nefninlega ekki svoleiðis í kvöld.Hún hljómaði þannig  og þú hefðir lent  í þessum  hremmingum og eina lausnin væri að  flytja erlendis. Eins og það að flytja út á land væri ekki möguleiki. En það er auðvitað bara val. Gangi þér vel.

Anna Guðný , 9.3.2008 kl. 01:12

2 Smámynd: Árni Sigurður Pétursson

þessi blessaða frétt segir einfaldlega að þú getir ekki búið á Íslandi vegna þess að íbúðarverð á höfuðborgar svæðinu sé svo hátt.

síðan segir fréttin líka að þú getir unnið í gegnum tölvu.

Ok fréttin segir að þú eigir dóttir í (að virðist vera) útlöndum, og að þú ætlir að búa hjá henni, en samt sem áður miðað við fréttina þá virðistu vera á leið út fyrir landsteinana þangað til að þú finnur íbúð með hóflegri leigu.

þá er annað.

afhverju er það útúrsnúningur að benda þér að fara út á land úr því að þú getur unnið á netinu(virðist allavega geta það úr því að þú virðist geta unnið í englandi) 

Árni Sigurður Pétursson, 9.3.2008 kl. 03:43

3 Smámynd: Rannveig H

Edda það er frábært hjá þér að vekja athygli á þessum málum.Takk fyrir það

Rannveig H, 9.3.2008 kl. 10:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband