Kannski var flottasta Eddan afhent um helgina - nefnilega ég

11. nóvember.

Nú er verið að afhenda Eddur hægri vinstri í sjónvarpinu. Þá Eddu sem "hér heldur á penna" fær þó enginn afhenta, nema elskhuginn hafi um helgina fengið hana óskipta og þá ekki í samkeppni við nokkurn mann. Enda er hann langbestur og skemmtilegastur, að ekki sé talað um fimina í ... já, hérna, einmitt...

Annars hef ég engan áhuga á hinni eiginlegu Eddu-verðlaunaafhendingu nema hvað ég er arfaglöð að Egill skyldi valinn sjónvarpsmaður ársins. Hann er svo tvímælalaust bestur. Menn hafa reynt að apa hann eftir í hinum og þessum þáttum, en aldrei haft erindi sem erfiði. Og rétt í þessu fékk hann verðlaun fyrir Kiljuna. Jess. Til hamingju, Egill!!!!

Í síðasta Kiljuþætti var Egill með Sigurð Pálsson í viðtali og þar ræddi Sigurður um ástar/haturssamband sitt við Ísland og Frakkland.

Ég á sjálf í gríðarlega flóknu ástar/haturssambandi við landið mitt Ísland, og veit ekki alltaf hvernig ég á að höndla það.

Ég skil ekki þessa þjóð, finnst hún forpokuð og leiðinleg að mestu. Þrátt fyrir að vera "skrúuð " í öllu tilliti, sama hvort það eru bankarnir, olíufélögin, stórmarkaðirnir eða bensíverð og -samráð þá gerir fólk ekkert nema í mesta lagi að tuða kurteislega í leigubílum og eftirmiðdagsþáttum.

Ekki það að ég geri neitt heldur. Samt hef ég aldrei borgað meira fyrir símann, aldrei borgað hærri vexti í bönkum,  ég sem stóð í þeirri trú að allt væri þetta gert í hagsmunaskyni fyrir pöpulinn. Ég hef heldur aldrei borgað meira fyrir matvöru þrátt fyrir "frjálsu samkeppnina". 

Mér er alveg sama um forríka liðið en óttast sinnuleysi hinna sem hafa ekki lengur trú á verkalýðshreyfingunni eða stjórnmálamönnum. Enda sannar það sig ár eftir ár að kosningaloforð eru svikin og án afláts logið upp í opið geðið á manni. Viðkomandi lygarar bera þó aldrei ábyrgðina heldur svikarar síðan í fyrra eða hitteðfyrra. Fy fan.

Ég vildi að stjórnmálamenn væru með nef eins og Gosi.

Þar sem skítnum í þjóðfélaginu er að mestu sópað undir teppi, tók ég glöð þátt í bænagöngu á laugardaginn, bara til að sýna að mér stendur ekki á sama. Þetta er eitthvert jákvæðasta framtak hér í langan tíma og hellingur af fólki sem sá ástæðu til að mæta.

Ég sá samt engan auðjöfur í hópnum og enga pólitíkusa. Beðið var fyrir þjóðinni framan við Alþingishúsið, en það örlaði ekki á neinum alþingismanni. Þeir voru í helgarfríi.

Svo á ég við það að stríða að elska þetta land og verja það með kjafti og klóm undir ákveðnum kringumstæðum. Ég á von á Englendingum sem ætla að dvelja hjá mér yfir áramótin og stend mig að því að vona brjálæðislega að veðrið verði gott svo þeir geti séð geðveikina sem tíðkast hér á á gamlárs. Og ég er pínu montin og hlakka til að segja við þau: Já, þetta sjáið þið náttlega hvergi annarstaðar. (Eins og mér blöskrar bruðlið.) Ég þykist líka ætla með þau í Bláa lónið, sem mér persónulega finnst agalega misheppnað, nema ef ég er með útlendinga með mér.  Hvað er það? Og að fólk sé í biðröðum fyrir utan dótabúðir í marga klukkutíma!!!! Hvað er það????

Ég get ekki hugsað um þetta fyrir svefninn, verð pinnstíf af pirringi og andvaka í alla nótt.

Ætla þess vegna að horfa á Law and Order og reyna að gleyma "fokkings" ruglinu eins og unglingarnir segja... 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Inga Dagný Eydal

Edda mín, þú ert örugglega meira virði en allar hinar "eddurnar" til samans
Annars ætlaði ég bara að lýsa yfir fullkomnu samþykki við pælingar þínar hér að ofan!  Algjörlega!!

Inga Dagný Eydal, 12.11.2007 kl. 20:50

2 identicon

Það gleður mitt gamla hjarta að þú skulir ekki vera konan sem ég horfði á eftir ganga inn um dyr húss við Klapparstíg seint í gærkvöldi í fylgd með afar myndarlegum manni, sem er þín týpa vissulega. Já vissulega. Og hann elskar sama land og þú. Ég er ekki alveg búin að meðtaka þetta með elskhugann, ætla aðeins að melta þetta

Anna Kristine (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 14:16

3 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Góður pistill hjá þér Edda eins og alltaf

Bestu kveðjur frá mér, knús og kossar

Inga Lára Helgadóttir 

Inga Lára Helgadóttir, 15.11.2007 kl. 01:10

4 identicon

Já, rosalega yrðum við fúlar ef tengdó yrði ekki alveg andaktug yfir allri íslensku dýrðinni.  Við sýnum þeim sko allt það besta sem landið hefur upp á að bjóða en bölvum því svo bara í hljóði.  Elska þig . . .

Anna Lilja (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 21:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband