14. september.
Heyrði í fréttunum í gær að bankarnir væru að bjóða bestu viðskiptavinunum í lúxusreisur. Ég fór strax að blaða gegnum umslögin mín til að tékka hvort boðskort á Scala hefði farið fram hjá mér. Bankarnir sem um ræðir eru að mig minnir Kaupþing og Glitnir, en no way að ég muni hvaða bankar hafa runnið saman í allskonar nýja banka og svo enn nýrri banka með enn nýrri nöfnum. Veit bara að ég var vanskilapési í allskonar lánastofnunum og hef örugglega í ferlinu við að koma öllu í skil borgað íbúðaverð og rúmlega það í lögfræðistofur bankanna og skuldbreytingar lána. Það vantaði ekki að þeir væru tilbúnir að semja þessar elskur, en aldrei upp á neitt sem ég réð við.
Sem þýddi að hraðar en auga á festi fór allt í sama farið og enn var samið og skuldbreytt og borgaður kostnaður á kostnað ofan. Nú er ég lífstíðareign bankanna og get trúlega aldrei framar um frjálst höfuð strokið. Þess vegna hélt ég kannski að ég væri í soltlu eftirlæti...
En andskotann að ég nenni að ergja mig á því núna. Ég á hvort sem er ekkert dress boðlegt á Scala. Ég á hins vegar fullt af frábærum óperudiskum sem ég get hlustað á í náttfötunum við kertjaljós og klæðin rauð - og reykt eins og mig bara lystir á meðan. Helv. reykingabannið er að gera mig að útlaga í þjóðfélaginu, glætan að ég setjist inn á kaffihús reyklaus eða hími úti í slagveðrinu með kaffibollann.
Ég hef þjáðst af óskilgreindu haustóyndi síðustu daga, eins og mér finnst þessi tími alltaf kósý. Það er í mér eitthvert eirðarleysi og löngun í forboðin ævintýr til að gleðjast yfir á elliheimilinu. Ég ætla að reyna að hrinda þeim í framkvæmd hið snarasta svo óyndið snúist ekki upp í eitthvað annað og verra.
Var að horfa á Bjarna Harðar og Róbert í Kastljósinu áðan og verð sífellt stoltari af mínum manni, Bjarna. Ef hann væri ekki í svona arfaglötuðum flokki myndi ég kjósa hann hvar sem væri í hvað sem væri. En nú ætla ég að greiða sjálfri mér atkvæði í sófann góða og horfa á vin minn Wallander, hinn sænska, og taka svo nokkrar aríur áður en ég fer að sofa.
Tenglar
gamalt og gott
Fólkið mitt
- Eldra blogg annarstaðar Bloggfærslurnar mínar meðan ég vann á eyjunni
- Halla mín
fólk
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.