30. ágúst.
Ég eignaðist óvænt og ánægjulega nýjan bloggvin í dag, sem minnti mig á að ég er með bloggsíðu sem ég vanræki af algjöru samviskuleysi. Ég hef verið að taka að mér allskonar verkefni og akkúrat núna er ég með eitt sem er gjörsamlega vaxið mér yfir höfuð - þó ég myndi fyrr deyja en viðurkenna það.
Nú er bara að standa meðan stætt er og treysta á að allt gangi upp á lokasprettinum. Þetta fer að minnsta kosti örugglega einhvernveginn.
Það þýðir hins vegar að Vindáshlíðardvöl okkar mæðgna frestast um ár. Við erum ægilega spældar yfir því og ætlum í alvöru að halda Vindáshlíðarkvöld fyrir okkur tvær þó allir sem við þekkjum hafi lýst því yfir að við séum nördar af ömurlegustu sort. Sjálfir geta þeir verið nördar. Maður á að varðveita barnið í sér og ... jæja, hvað um það.
Ég fór á Snæfellsnes um síðustu helgi og fékk haustið soldið í æð, en síðasta daginn skein sólin skært og við Palli, sonur minn, nutum veðurblíðunnar í botn. Hann hljóp upp um fjöll og firnindi, gekk strandir og tíndi ber og orkusteina meðan ég gerði meira svona ekki neitt. Og talandi um nörda. Á leiðinni heim spiluðum við Karlakórinn Heimi í botn, ættjarðarlög og gleðisöngva, og ég fer bara ekki ofan af því að ekkert er jafn vel við hæfi þegar maður ekur um íslenskar sveitir í blíðunni.
Nú er ég að hugsa um að halda áfram verkefninu sem er að sliga mig og notfæra mér eitthvað af bloggvinunum, senda á þá lítinn og skemmtilegan tölvupóst með örfáum spurningum...
Set inn nokkrar myndir af Snæfellsnesinu.
Flokkur: Dægurmál | 30.8.2007 | 16:25 (breytt kl. 16:58) | Facebook
Tenglar
gamalt og gott
Fólkið mitt
- Eldra blogg annarstaðar Bloggfærslurnar mínar meðan ég vann á eyjunni
- Halla mín
fólk
Bloggvinir
Feb. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Edda mín hringdu í mig eða sendu mér símana þina á mef@centrum.is bed@internet.
Þin Begga
Forvitna blaðakonan, 1.9.2007 kl. 16:15
Þarna ertu!
shg (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 13:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.