Ég sá ekkert um það í fréttunum heima að amerískir geimfarar séu meira og minna dauðadrukknir í geimskotunum. Það var hinsvegar stórfrétt hér. Talsmenn NASA fóru vandræðalegir undan í flæmingi og vildu sem minnst úr þessu gera.
Og þeir eru fleiri sem fara undan í flæmingi. Hér í Bretlandi er hver sérfræðingurinn á fætur öðrum dreginn að sjónvarpsmyndavélunum til að tjá sig um flóðin og flóðavarnarmálaráðherrann, Elliot Morley, er allur í steik. Hann segir ábyrgðina engan veginn ríkisins þó greinilegt sé að eitthvað hefur farið úrskeiðis þegar kemur að flóðavörnum - jafnvel þó staðfestar fréttir hermi að önnur eins úrkoma hafi ekki mælst hér í júlí í 250 ár.
Sérfræðingarnir halda langar tölur um golfstrauminn og gróðurhúsaáhrifin en almenningur hefur engan áhuga á því heldur vill að einhver verði gerður ábyrgur og krossfestur með stæl.
Ég sá að íslenskir skátar flykkjast nú á alheimsmót skáta í Englandi en það kom ekki fram hvar það er haldið. Dóttir mín, sem er skáti, lét sér fátt um finnast og sagði yfirlætislega: "Eins og við skátarnir erum vanir að segja, það geta allir skemmt sér í útilegum, en það þarf skáta til að skemmta sér í rigningarútilegum." Það var nefnilega það.
Tenglar
gamalt og gott
Fólkið mitt
- Eldra blogg annarstaðar Bloggfærslurnar mínar meðan ég vann á eyjunni
- Halla mín
fólk
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.