27. júlí.
Ég lenti í því í gær þar sem ég var á leið yfir götu á skærgrænum göngukalli að bíll sem hafði beðið við gatnamótin tók skyndilega af stað og ók beint á mjöðmina á mér. Ég sveif eins og hver önnur Mary Poppins um það bil hálfan metra á regnhlífinni minni og lenti mjúklega á blautri götunni. Parið í bílnum fékk áfall og vegfarendur dreif að en ég stóð upp og hristi mig, brosti hughreystandi til vitnanna (af því mér fannst þetta svo pínlegt), og sagði öllum að allt væri í fullkomnu lagi. Vitnin hröðuðu sér dauðfegin í burtu og parið í bílnum vinkaði afsakandi þegar það ók á brott.
Ég fór í búðina og gerði innkaupin mín en fann þegar ég kom heim að ég var helaum í mjöðminni og fagurblár marblettur að springa þar út. Í sjónvarpinu var einmitt auglýsing frá lögfræðistofu sem hvatti fólk til að "súa" og fá himinháar bætur fyrir meiðslin sín. Ég sá að ég hafði verið allt of fljót á mér. Auðvitað átti ég að taka niður númerið á bílnum, láta flytja mig á slysadeild í skýrslutöku og fara svo í mál. Nokkur þúsund pund hefðu komið sér ákaflega vel. En tækifærið er gengið mér úr greipum, marbletturinn þegar farinn að dofna og ég held áfram að telja klinkið mitt til að vera viss um að eiga nóg fyrir lestinni á flugvöllinn. Og nú losna ég við að gera mér upp verki í mjöðm sem ekkert er að, ég er afleitur leikari hvort sem er og sérstaklega þegar kemur að veikindum. Enda ekkert jafn fjarri mér en svona svindl og monkeybisness.
Í dag skín sólin í Reading og við erum á leið í gönguferð í góða veðrinu. Og ætlum að sjálfsögðu að passa okkur á bílunum...
Flokkur: Dægurmál | 27.7.2007 | 11:51 (breytt kl. 11:53) | Facebook
Tenglar
gamalt og gott
Fólkið mitt
- Eldra blogg annarstaðar Bloggfærslurnar mínar meðan ég vann á eyjunni
- Halla mín
fólk
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.