23. júlí.
Tóti tölvukall hefði að ósekju mátt gefa sér örlítið meiri tíma til að tékka nettenginguna hérna, hún er ekki baun skárri en hún var, ýmist inni eða úti og aðallega úti.
Annars var þetta dagurinn sem við Kate ætluðum að fara á sveitakrá hér í nágrenninu, sitja úti í sólinni, borða óhollan pöbbamat og kryfja allskonar merkileg mál til mergjar. Það gekk allt eftir nema hvað hvergi sást til sólar heldur rigndi hundum og köttum að venju. Bretar eru að verða langþreyttir á sumarleysinu og spáin fyrir næstu daga er ekkert skárri. Það breytti ekki því að við ömmurnar fundum okkur stað úti þar sem tjöld voru vandlega dregin yfir borðin og hitakútar á fullu. Ég hreyfi mig ekki nema geta reykt og þetta var bara ferlega kósý. Nú höfum við líka svörin við allskonar pælingum, eins og af hverju karlmenn eru svona skrýtnir í sálinni, af hverju ábyrgðarkenndin er alltaf að sliga okkur og af hverju við getum ekki bara gefið dauðan og djöfulinn í strögglið og lifað lífinu. Við ætlum að gera það "from now on..."
Er að reyna að setja mig í gír til að fylgjast af einhverju viti með því sem er að gerast heima þar sem styttist í heimferð, en hef einhvernveginn engan áhuga. Ég horfi á íslenskar fréttir næstum daglega og geyspa úr leiðindum. En það er nú örugglega bara af því ég er í neikvæðnikasti gagnvart Íslandi, sem lagast vonandi um leið og ég stíg fæti á íslenska grund og fæ sólina í andlitið. Bara til æfa mig aðeins sendi ég ástar- og saknaðarkveðjur heim...
Flokkur: Dægurmál | 23.7.2007 | 20:13 (breytt kl. 21:22) | Facebook
Tenglar
gamalt og gott
Fólkið mitt
- Eldra blogg annarstaðar Bloggfærslurnar mínar meðan ég vann á eyjunni
- Halla mín
fólk
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ Edda. Ákvað að kasta á þig kveðju héðan frá fróni og láta þig vita að hér er nú aðeins búið að rigna síðustu daga, en alla dagana fram að því skein blessuð sólin og man ég bara ekki annað eins sólskinssumar (svona til að svekkja þig aðeins,hehe). Hlakka mikið til að hitta þig þegar þú kemur heim, sem verður sennilega á svipuðum tíma og ég kem frá Mæjorka. Haltu áfram að hafa það gott í hinu blauta Englandi. Bið kærlega að heilsa Önnu Lilju og fjölskyldu. Kær kveðja Heiða og krakkarnir.
Heiða (IP-tala skráð) 25.7.2007 kl. 08:45
Takk ljúfust, það verður líka gaman að sjá þig. Ástarkveðjur til þín og þinna.
edda (IP-tala skráð) 25.7.2007 kl. 14:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.