07.07.07.
Ég las í The Guardian að 38.000 pör hefðu verið gefin saman á Bretlandseyjum í dag. Á venjulegum laugardegi í júlí gifta sig um það bil 12.000 pör. Af þessum 38.000 pörum dagsins ætluðu 100 að játast hvort öðru efst í hinum ýmsu rússíbönum. Hætt við að þau hjónabönd einkennist af "ups and downs". Reyndar sagði Gulli stjarna að þetta væri afleitur dagur til giftinga. Pétur í Óháða sagði mér í viðtali fyrr á árinu að hann væri með nokkrar bókanir þennan dag, en merkilegast fannst honum að kona nokkur hafði pantað 7. september 2013, án þess að nokkur brúðgumi væri í spilinu. Þegar ég sagði honum að 7, 9, 13 væru líka uppáhaldstölurnar mínar bókaði hann mig umsvifalaust og þar sem ég hef heldur engan tiltækan biðil bauð hann mér í árlegt tilhleypingapartý sem hann heldur í desember. Ætla rétt að vona að hann klikki ekki á því!
Chris og Anna Lilja fóru í "second hand"-búða leiðangur í dag, ekki síst til að finna "outfit" á Chris fyrir leikhúsferðina á laugardaginn. Við ætlum að sjá Rocky Horror og Chris verður í svörtu leðurpilsi, dræsulegustu netsokkum sem ég hef á ævinni séð og svo fann hann í búðinni háhælaða skó í réttri stærð. Við þetta mun hann klæðast skyrtu, bindi og jakkafatajakka. Ég er að spá í hvort þetta geti ekki verið hættulegt, ég meina, hvað ef hann fílar þetta í botn og heimtar að vera í dragi á hverjum laugardegi? Chris er einn af þeim sem ekki er hægt að hleypa einum í skranbúðir, hann kemur alltaf heim með drasl í kassavís. Hann er líka meðlimur á einhverskonar prívatvefsíðu þar sem hægt er að fá allan andskotann gefins. Þegar hann kom geislandi heim með fjóra risastóra kassa af He Man-dóti og þrjá He Man-kastala var Önnu Lilju allri lokið. Til allrar guðs lukku kom barnafjölskylda í heimsókn stuttu síðar sem þáði með þökkum allt dótið. Chris tókst á elleftu stundu að bjarga nokkrum fígúrum, sem skreyta nú blómabeðin í garðinum.
Við Anna Lilja erum ekki búnar að ákveða hvernig við verðum klæddar á Rocky Horror, ætlum að horfa á myndina í vikunni og fá hugmyndir.
Flokkur: Dægurmál | 7.7.2007 | 20:37 (breytt kl. 20:41) | Facebook
Tenglar
gamalt og gott
Fólkið mitt
- Eldra blogg annarstaðar Bloggfærslurnar mínar meðan ég vann á eyjunni
- Halla mín
fólk
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.