5. júlí.
Ég var alveg ómöguleg í gær þegar ég frétti að Halla mín litla hefði verið flutt fárveik á sjúkrahús nóttina áður. Þó Halla sé 24 ára, tveggja barna móðir og hetja, er hún samt litla barnið mitt, eins og reyndar öll hin. Það kom í ljós að um gallsteina var að ræða og bólgu í gallblöðru, sem nú er búið að fjarlægja. Ég var alveg ónýt að vera ekki hjá henni, en nú er hún komin heim og vonandi er allt á réttri leið. Það er sama hvað börnin manns eru gömul, þau eru alltaf litlu börnin manns, ekki síst þegar eitthvað bjátar á.
Ég var að lesa Inspector Morse ekki alls fyrir löngu (sem er engan veginn í frásögur færandi) nema hvað ég staldraði við á einni síðunni þar sem Morse lýsir því yfir að hann hafi "enga áhyggju í öllum heiminum". Ég hugsaði einmitt þá að það væri tilfinning sem ég hefði ekki upplifað í rúmlega 30 ár. Að eiga börn er ávísun á lífstíðaráhyggjur.
Að öðru leyti er allt fínt, nema hér rignir hundum og köttum dag eftir dag. Veðurfréttamennirnir eru alveg jafn sorgmæddir á svipinn og Siggi Stormur þegar veðrið heima er slæmt og reyna að draga úr leiðindunum eftir bestu getu. Nú á að rofa til og bresta á með blíðu um helgina. Eða svo segja þeir og horfa hughreystandi framan í áhorfendur. Ævintýrin frá Finnlandi og Eistlandi verða að bíða til morguns þar sem nú stendur til að lita hárið á Önnu Lilju, sem er á leið út á lífið á laugardaginn með Chris og vinafólki frá Brighton. Amma verður að sjálfsögðu heima og passar:)
Tenglar
gamalt og gott
Fólkið mitt
- Eldra blogg annarstaðar Bloggfærslurnar mínar meðan ég vann á eyjunni
- Halla mín
fólk
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já það er ekki laust við það mamma mín að ég saknaði þín svolítið þegar ég var keyrð í rúminu inn á skurðstofu. Fannst ég alveg skelfilega ein í heiminum. En þessi svæfing fór nú mun betur í mig en þarna um árið þegar ég sparkaði í allar áttir alveg bandbrjáluð, viss um að það ætti að gera eitthvað allt annað við mig en taka úr mér hálskirtlana. En takk fyrir stuðninginn, það er gott að eiga góða að þó þeir séu í öðru landi!
Halla (IP-tala skráð) 6.7.2007 kl. 11:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.