26. maí.
Ég hef ótrúlegt lag á að villast í útlöndum, líka þar sem er eiginlega ekki hægt að villast. Hér í Reading rata ég auðveldlega gönguleiðina í bæinn en ákvað að finna mér kennileiti þar sem ég gæti farið úr vagninum ef ég tæki strætó. Hér á horni skammt frá er soldið vafasöm verslun sem heitir Devoted to Pleasure, og í glugganum gínur í latexgöllum í öllum regnbogans litum. Ég hélt að þetta gæti ekki farið fram hjá mér, en einhvernveginn missti ég samt af versluninni og fór allt of langt. Þegar ég steig út úr vagninum tók ég svo strikið í vitlausa átt og fékk út úr því klukkutíma göngutúr. Nú hef ég valið mér annað kennileiti á öðru horni sem er Herra Þorskur, og það hefur virkað vel. Ég talaði um það í öðrum pistli að ég þyrfti að forðast Boots-verslanirnar en finn það núna að þetta á við um miklu fleiri búðir. Það eru allstaðar útsölur en ég hef komið mér upp tækni sem felst í að stika göturnar með nefið upp í loft og horfa hvorki til hægri né vinstri. Annars gæti ég hæglega endað eins og svo oft áður með allskyns útsöluvarning sem er engum til gagns eða gleði. Sömuleiðs er ég hálfpartinn glöð að ég finn ekki Pleasure-verslunina því þá sæti ég trúlega uppi með latexgalla sem jafnvel klæddi mig ekkert sérstaklega vel og eitthvað þaðan af verra. Ég er alveg save með Mr. Cod, því djúpsteiktan þorsk borða ég ekki undir neinum kringumstæðum.
Í gærkvöldi pössuðum við ömmurnar, enska amma Kate og amma Edda, litlu prinsessuna meðan Anna Lilja og Chris skruppu í bæinn. Það gekk meiriháttar vel, barnið grét ekki neitt heldur horfði á okkur í forundran. Við vorum auðvitað hvor annarri fáránlegri og þið hefðuð átt að sjá þegar við í sameiningu klæddum barnið í nýjan samfesting, hjalandi allskonar barnagælur á tveim tungumálum, óstjórnlega klaufskar og einhvernveginn ósamhæfðar. Ekki furða að barnið væri hissa.
Það lítur ekki vel út með festivalið, spáð grenjandi rigningu og roki. Það er ekki bara á Íslandi sem hátíðarhöld fjúka út í veður og vind, en ég verð alltaf jafn leið barnanna vegna.
Flokkur: Dægurmál | 26.5.2007 | 11:58 (breytt kl. 12:17) | Facebook
Tenglar
gamalt og gott
Fólkið mitt
- Eldra blogg annarstaðar Bloggfærslurnar mínar meðan ég vann á eyjunni
- Halla mín
fólk
Bloggvinir
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég sem hélt að þessa leiðbeiningar "beygðu bara til vinstri hjá kynlífsbúðinni" væru alveg foolproof
.
En takk fyrir að hleypa mér út í gær. Ég veit samt ekki hvort ég á að vera glöð eða ekki yfir að Annica virtist ekkert sakna mín þessa tvo tíma. Greinilegt að ömur hennar hafa alveg sérstakt lag á henni.
Anna Lilja (IP-tala skráð) 26.5.2007 kl. 12:31
Gaman að það skuli vera rigning hjá ykkur, það er sól og gott veður hérna megin, híhí !! En það er gott að ykkur ömmunum skuli koma svona vel saman, það er nú bara ekkert sjálfgefið skal ég segja þér. Sé það ekki alveg fyrir mér að þú og Lind takið ykkur saman um pössun á krílunum mínum eða hvað ?
Ást, knús og kossar frá Íslandinu!!!
Halla (IP-tala skráð) 29.5.2007 kl. 11:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.