... að ógleymdum föngulegum mönnum...

25. maí 2007

PS. Gleymdi að minnast á "date"-síðurnar í blöðunum sem detta hér inn um lúguna. Minnst opna á dag og ég sé ekki betur en Reading sé sneisafull af fjallmyndarlegum, gáfuðum, vel stæðum og skemmtilegum mönnum um fimmtugt sem eru að leita að konu eins og mér...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki einn þarna fyrir mig líka? Blessuð hafðu augun opin, minn þarf að vera húmorískur. Samt ekkert voðalega ljótur. Og hann verður að vera rómantískur. Má ekki vera alltaf úti að hjóla eins og læknirinn. Þarf líka að umbera söngva Ríó Tríósins meðan ryksugað er og eitt og eitt lag með Peter og Gordon (eins og Please lock me away, and THROW the key away). Svo má hann ekki vera health freak, ég verð að geta fengið mér kókosbollu og bananabita af og til. Er ekki allt í góðu? Knús frá Önnu Kr.

Anna (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 22:24

2 identicon

Bretar eru nú ekki þekktir fyrir fríðleika mamma mín en þegar gáfur og ríkidæmi eru annars vegur erum við svosem ekkert að setja svoleiðis smámuni fyrir okkur. Finndu nú fyrir mig ríkan fósturpabba svo ég geti nú farið að prinsessast af alvöru !!

 Íslenskar ástarkveðjur, Halla !

Halla (IP-tala skráð) 25.5.2007 kl. 09:19

3 identicon

Elsku krúttin mín. Auðvitað finn ég einn fyrir þig, Anna Kristine, ég verð með mynd af þér í vasanum. Minn má heldur ekki vera heilsufrík svo kannski finn ég fyrir okkur "easygoing" vini sem þrá ekkert heitar en stjana við okkur og ausa í okkur seðlum:) Og elsku Halla mín. Þú munt njóta góðs af:)

edda (IP-tala skráð) 25.5.2007 kl. 11:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband